top of page

Anna Guðný Guðmundsdóttir

Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Post Graduate Diploma frá Guildhall School of Music & Drama í London þar sem hún lagði áherslu á kammermúsík og meðleik með söng. Frá árinu 1982 hefur hún tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og er einn eftirsóttasti píanóleikari landsins.

 

Anna Guðný hefur oft komið fram sem einleikari, m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og með kammersveitum og sem meðleikari söngvara. Hún hefur reglulega leikið á Listahátíð í Reykjavík, í tónleikaröð Salarins í Kópavogi, á Reykholtshátíð, Reykjavík Midsummer Music og víðar. Þá hefur hún leikið inn á fjölda hljómplatna og diska. Anna Guðný er fastráðinn píanóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og píanóleikari Kammersveitar Reykjavíkur.  Hún er handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna.

KRI_agg_200204_001.JPG

Mynd: Kristinn Ingvarsson

bottom of page