Árni Kristjánsson

Árni Kristjánsson útskrifaðist með MA gráðu í Leikstjórn frá Bristol Old Vic árið 2016 og stofnaði í kjölfarið leikhópinn Lakehouse. Árni hefur skrifað töluvert og vann Grímuverðlaun árið 2014 fyrir besta útvarpsleikrit með verkið Söngur hrafnanna. Hann hefur skrifað libretto fyrir þrjár óperur, Skuggablóm (2007), Selshaminn (2016) og Plastóperuna (2018) sem fékk tilnefningu til Grímunnar fyrir Söngvara ársins.
Árni er um þessar mundir stundakennari við LHÍ og kennir þar sviðslistasögu, textagreiningu og leikstjórn með ungu fólki. Hann kennir einnig leiklist í Dalskóla og er skólastjóri Leiklistarskóla Borgarleikhússins.

FYLGSTU MEÐ OKKUR 
  • Facebook B&W
  • White Instagram Icon