top of page

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Ingibjörg Ýr lauk B.A. gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands vorið 2016 þar sem aðal kennarar hennar voru Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Anna Þorvaldsdóttir. Þá um haustið hélt Ingibjörg síðan til Bretlands í hálfs árs starfsnám hjá Önnu Þorvaldsdóttur.

Ingibjörg Ýr hefur unnið með kórum, dönsurum, leik- og kammerhópum og kvikmyndagerðarfólki. Á Myrkum músíkdögum árið 2019 frumflutti Sinfóníuhljómsveit Íslands verk hennar O sem hluta af YRKJU IV, vinnustofu SÍ og Tónverkamiðstöðvar. Sama ár var það verk annað af tveimur fulltrúum Íslands á Alþjóðlega tónskáldaþinginu Rostrum í Argentínu. Árið 2019 kom einnig út Hulduhljóð, fyrsta plata listhópsins Hlakkar sem Ingibjörg Ýr er stofnmeðlimur í. Hlaut sú plata Kraumsverðlaunin ásamt tilnefningu til plötu ársins í opnum flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þar var Ingibjörg Ýr einnig útnefnd bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

ingibjörgýr.jpeg
bottom of page