top of page

Laugardagur 28. júlí kl. 13

Fyrirlestur á vegum Snorrastofu

FYRSTI BLAÐAMAÐURINN – FYRSTUR TIL MARGS

UM NÁTTÚRUR JÓNS LÆRÐA

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

17. aldar alþýðufræðimaðurinn Jón lærði Guðmundsson var í reynd fyrsti blaðamaðurinn á Íslandi. Hann mætti jafnvel nefna fyrsta þjóðfræðinginn. Þekktastur var hann þó sem draugabani og að kunna sitt hvað fyrir sér í lækningum og teikningu. Líf hans var mikil hrakfallasaga eftir að hann blandaðist inn í eftirmál Spánverjavíganna 1615, enda lifði hann á tímum galdraótta og óþróaðs réttarfars sem hafði áhrif á ævigöngu hans og afdrif. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ímynd og hlutverk þessa sérstæða og fróðleiksfúsa manns sem þurfti að fóta sig í samfélagi fáfræði og fátæktar í margvíslegum skilningi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2000 með doktorsritgerð sinni Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmæum. Ólína hefur gengt ýmsum störfum m.a. sem háskólakennari, skólameistri og alþingismaður en hefur jafnhliða helgað sig rit- og fræðastörfum.  Hún á að baki útgefnar fræðibækur, auk földa fræðigreina og fyrirlestra um íslensk fræði.

bottom of page