Marta Guðrún Halldórsdóttir

Marta Guðrún Halldórsdóttir lauk burtfararprófi i píanóleik frá Tónlistarskólanum í Garðabæ árið 1987 og einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988. Hin stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann í München í Þýskalandi til ársins 1993. 

 

Marta hefur starfað sem söngkona, söngkennari og kórstjóri. Hún hefur verið í fremstu röð túlkenda á sviði samtímatónlistar hér á landi, hefur frumflutt og hljóðritað íslensk verk og flutt íslenska tónlist á tónleikaferðum m.a. í Japan og víða í Evrópu. Marta hefur farið með aðalhlutverk í óperum og söngleikjum í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu, verið atkvæðamikil í flutningi barrokktónlistar og hefur unnið með fjölmörgum listamönnum á því sviði m.a. Bachsveitinni í Skálholti, Nordic Affect og Camerata Öresund. 

Marta hefur lagt rækt við íslenskan tónlistararf og flutt íslensk þjóðlög í útsetningum ýmissa tónskálda, gjarnan með Erni Magnússyni píanóleikara. Þau eru stofnendur smásveitarinnar Spilmanna Ríkinis sem flytur gamla íslenska tónlist á forn íslensk hljóðfæri. 

Marta Guðrún hefur stjórnað Hljómeyki frá árinu 2011.

FYLGSTU MEÐ OKKUR 
  • Facebook B&W
  • White Instagram Icon