top of page

Sigurður Ingvi Snorrason

Sigurður Ingvi Snorrason stundaði nám í klarínettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg þar sem hann lauk prófi með láði tuttugu og eins árs gamall.

 

Sigurður starfaði í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1973­–2012 sem aðstoðarleiðari. Hann hefur á ferli sínum verið virkur sem einleikari og kammermúsíkant og stjórnar eigin salonhljómsveit - Salon Islandus. Þá stýrði hann uppbyggingu Tónlistarskóla F.Í.H. og var skólastjóri skólans fyrstu 8 árin. Sigurður kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1977–2017 og kennir nú við MÍT - Menntaskóla í tónlist.

bottom of page