top of page
Richard Korn
Richard Korn lauk BA-tónlistarprófi frá Háskólanum í Boston árið 1978 og stundaði síðar nám við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg. Hann hefur komið víða við sem tónlistarmaður, tekið þátt í flutningi á kammertónlist og unnið talsvert við leikhús. Auk þess hefur hann leikið með fjölda dægur-tónlistarmanna, innlendum sem erlendum, bæði blús, djass, rokk og tangó. Richard lék fyrst með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1978.
bottom of page