top of page

Um hátíðina

Reykholtshátíð var stofnuð árið 1997 og telst því til elstu tónlistarhátíða landsins.


Hátíðin hefur ávallt verið haldin í kringum vígsluafmæli Reykholtskirkju sem ber upp á síðasta sunnudag júlímánaðar.

 

Yfirskrift hátíðarinnar, sígild tónlist í sögulegu umhverfi, lýsir vel inntaki hennar og áherslum. Sveitasælan í Reykholti og fagur hljómburður Reykholtskirkju veitir bæði áheyrendum og tónlistarmönnum tækifæri til að upplifa hágæða tónlistarflutning á einum sögufrægasta stað Íslands.

 

Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar hafa komið úr röðum helsta tónlistarfólks þjóðarinnar en lögð er áhersla á fagmennsku og gæði, bæði í dagskrárgerð og tónlistarflutningi. Í gegnum árin hafa margir frábærir listamenn, innlendir sem erlendir, komið fram á Reykholtshátíð og nokkur íslensk tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir hátíðina, m.a. Þorkell Sigurbjörnsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Þórður Magnússon og Hugi Guðmundsson.​

IMG_2057_edited.jpg
IMG_6144_edited_edited.jpg
IMG_3125.JPG
IMG_2119 (1).jpg
IMG_3104.JPG
IMG_6113_edited.jpg

Ljósmyndir: Valgerður G. Halldórsdóttir

bottom of page