Um hátíðina

Reykholtshátíð var stofnuð árið 1997 og telst því til elstu tónlistarhátíða landsins.


Hátíðin hefur ávallt verið haldin í kringum vígsluafmæli Reykholtskirkju sem ber upp á síðasta sunnudag júlímánaðar.

 

Yfirskrift hátíðarinnar, sígild tónlist í sögulegu umhverfi, lýsir vel inntaki hennar og áherslum. Sveitasælan í Reykholti og fagur hljómburður Reykholtskirkju veitir bæði áheyrendum og tónlistarmönnum tækifæri til að upplifa hágæða tónlistarflutning á einum sögufrægasta stað Íslands. Mikil áhersla er lögð á fagmennsku og gæði, bæði í dagskrárgerð og tónlistarflutningi. Í gegnum árin hafa margir góðir listamenn, innlendir sem erlendir, komið fram á Reykholtshátíð og nokkur íslensk tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir hátíðina, m.a. Þorkell Sigurbjörnsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Þórður Magnússon og Hugi Guðmundsson.

 

Fyrstu fimmtán árin var Steinunn Birna Ragnarsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar þar til Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari tók við árið 2011. Tveimur árum síðar tók Sigurgeir Agnarsson sellóleikari við og er nú listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
 

FYLGSTU MEÐ OKKUR 
  • Facebook B&W
  • White Instagram Icon