​Pétur Björnsson

Pétur Björnsson fæddist á Akranesi árið 1994 og ólst upp á Hvanneyri í Borgarfirði. Þegar hann var 4 ára gamall hófst fiðlunám hans samkvæmt Suzuki aðferðinni en síðar varð hann nemandi Ara Þórs Vilhjálmssonar og Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hann framhaldsprófi haustið 2015. Síðar sama haust hefur Pétur stundað nám við Hochschule für Musik und Theater Felix Mendelssohn Bartholdy í Leipzig, fyrst undir handleiðslu Elfu Rúnar Kristinsdóttur og nú Carolin Widmann. 

Til námsauka hefur Pétur sótt tíma, lokaða sem opna, hjá virtum fiðluleikurum í Ameríku og Evrópu en meðal þeirra eru Christian Tetzlaff, Ilya Gringolts, Mariana Sirbu, Philippe Graffin, Sergei Ostrovsky og Robert Rozek.

Sem einleikari hefur Pétur komið fram á Íslandi og í Kanada með hljómsveitum á borð við Stradivari Ensemble í Vancouver, Hljómsveit tónlistarskólans í Reykjavík og Hljómsveit alþjóðlegu tónlistarhátíðarinnar í Hörpu. Sem flytjandi kammertónlistar hefur hann komið fram á Íslandi, Þýskalandi, Sviss og Ítalíu. Pétur spilar reglulega sem varamaður í Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að hafa spilað með ungsveitum og skólasveitum á Íslandi, Norðurlöndum og í Þýskalandi. Þá hefur hann gegnt starfi Konsertmeistara við Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hljómsveit tónlistarháskólans í Leipzig.Sem ástríðufullur flytjandi nýrrar tónlistar er Pétur meðlimur í strengjasveitinni SKARK og hefur komið fram með CAPUT. Þá er hann einn stofnenda og meðlimur í nýstofnaðari sveit, Elju, sem hélt sína fyrstu tónleika nú í desember og janúar.

FYLGSTU MEÐ OKKUR 
  • Facebook B&W
  • White Instagram Icon