top of page

Kristinn Sigmundsson

Kristinn Sigmundsson lagði stund á söngnám hjá Guðmundi Jónssyni, Helene Karusso og John Bullock. Hann hefur komið fram í óperu- og tónleikahúsum víðsvegar um heim í u.þ.b. þrjá áratugi, svo sem New York, San Francisco, Los Angeles, Milano, London, Berlín, Amsterdam, Brüssel, Tokyo og Beijing. Hann hefur sungið yfir 100 óperuhlutverk. Meðal þeirra má nefna Gurnemanz (Parsifal), König Heinrich (Lohengrin), Daland (Hollendingurinn fljúgandi), Landgraf (Tannhäuser), Marke Konung (Tristan og ísold), Rocco (Fidelio), Baron Ochs (Rósariddarinn), LaRoche (Capriccio), Mephistopheles (Faust) og Osmin (Brottnámið úr kvennabúrinu).

 

Kristinn hefur haldið marga ljóðatónleika á Íslandi og erlendis, aðallega með Jónasi Ingimundasyni. Þeir hljóðrituðu Svanasöng og Vetrarferð Schuberts, auk nokkurra diska með íslenskum og erlendum sönglögum. Hann hefur auk þess tekið upp Ve-trarferðina með Víkingi Ólafssyni. Af öðrum upptökum má nefna Don Giovanni og Töfraflautuna undir stjórn Arnolds Östman (Decca),Jóhannesar- og Mattheusarpassíu Bachs með Franz Bruggen (Phillips), Szenen aus Goethes Faust eftir Schumann undir stjórn Philippe Heereweghe (Harmonia Mundi), Fidelio undir stjórn Sir Colin Davis (London Symphony Orchestra), Die Gezeichneten eftir Franz Schreker undir stjórn Lothar Zagrosek (Deutsche Grammophon) og síðast en ekki síst, The Ghosts of Versailles eftir John Corigliano undir stjórn James Conlon (Los Angeles Óperan). Sú upptaka vann til tvennra Grammy-verðlauna.
 

Viðurkenningar sem Kristinn hefur hlotið eru m.a.:

1983:  Philadelphia Opera Prize

1983:  Opernwelt-verðlaunin í Belvedere

             óperusöngvarakeppninni í Vín

1991:   Stämgaffeln

              Det klassiska svenska fonogrampriset

1995:  Íslensku tónlistarverðlaunin

1995:  Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu

2005: Bæjarlistamaður Kópavogs

2010:  Íslensku tónlistarverðlaunin

2011:   Íslensku tónlistarverðlaunin

2011:   Útflutningsverðlaun Forseta Íslands

              og Íslandsstofu

2015:  Grímuverðlaunin - Söngvari ársins

2016:  Íslensku tónlistarverðlaunin - Heiðursverðlaun

2017:  Grammy-verðlaunin

image0.jpeg
bottom of page