Reykholtshátíð 2018
Heildardagskrá
Föstudagur 27. júlí kl. 20
Opnunartónleikar Reykholtshátíðar
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Sigurður Ingvi Snorrason, klarinett
Sigurgeir Agnarsson, selló
Kristin Sigmundsson bassasöngvara og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara þarf vart að kynna fyrir tónleikagestum. Kristinn á stórglæsilegan feril að baki og hefur sungið víða um heim en kemur nú fram í fyrsta sinn á Reykholtshátíð.
EFNISSKRÁ
Robert Schumann Liederkreis Op. 24
(1810-1856) Ljóð eftir Heinrich Heine
Morgens steh‘ ich auf und frage
Es treibt mich hin, es treibt mich her
Ich wandelte unter den Blumen
Lieb‘ Liebchen, leg‘s Händchen auf Herze mein
Schöne Wiege meiner Leiden
Warte, warte, wilder Schiffmann
Berg und Burgen schaun herunter
Anfangs wollt‘ ich fast verzagen
Mit Myrthen und Rosen
Atli Heimir Sveinsson Úr Jónasarlögum
(1938)
Festingin víða, hrein og há
Joseph Addison / Þýðing: Jónas Hallgrímsson
Næturkyrrð
Heinrich Heine / Þýðing: Jónas Hallgrímsson
Dalvísa
Jónas Hallgrímsson
HLÉ
Atli Heimir Sveinsson Úr Jónasarlögum
Ljóð: Jónas Hallgrímsson
Söknuður
Heylóarkvæði
Vísur Íslendinga
Ralph Vaughan Williams Songs of Travel
(1872-1958) Ljóð eftir Robert Louis Stevenson
The vagabond
Let beauty awake
The roadside fire
Youth and love
In dreams
The infinite shining heavens
Whither must I wander
Bright is the ring of words
I have trod the upward and the downward slope.
Laugardagur 28. júlí kl. 16
Sumarkveðja – íslenskar kórperlur á fullveldisafmæli
Stjórnandi: Marta Guðrún Halldórsdóttir
Söngflokkurinn Hljómeyki flytur íslenskar kórperlur undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur. Tónleikarnir bera yfirskriftina Sumarkveðja en á efnisskrá eru verk eftir mörg okkar þekktustu tónskáld m.a. Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur, Snorra Sigfús Birgisson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Emil Thoroddsen.
EFNISSKRÁ
Ingi T. Lárusson Sumarkveðja
Páll Ólafsson
Emil Thoroddsen Hver á sér fegra föðurland
Hulda
Emil Thoroddsen Mitt er ríkið
úts. Hugi Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson
Sigfús Einarsson Ég á það heima
Hulda
Jón Ásgeirsson Hjá lygnri móðu
Vorvísa
Halldór Laxness
Úr leikritinu Hús skáldsins
Atli Heimir Sveinsson Við svala lind – Madrigaletto I
Sem dökkur logi – Madrigaletto II
Oddur Björnsson Úr leikritinu Dansleikur
Þorkell Sigurbjörnsson Til þín, Drottinn hnatta og heima
Páll V. G. Kolka
Þóra Marteinsdóttir Nú legg ég þér í lófa
Julie Hausman
Þýðing: Sigurbjörn Einarsson
Bára Grímsdóttir María, drottins liljan
Höfundur óþekktur
Einsöngur: Elín Arna Aspelund
Hildigunnur Rúnarsdóttir Syngur sumarregn
Hildigunnur Halldórsdóttir
Það fór saman hérlendis að sjálfstæðishugsjón óx fiskur um hrygg og evrópsk sönghefð skaut rótum. Skáld ortu kvæði sem tjáðu ættjarðarást og áttu að blása fólki frelsisanda í brjóst og þessi kvæði voru sungin, fyrst einkum við erlend lög. En eftir því sem fleiri Íslendingar nutu klassískrar tónlistarmenntunar fjölgaði þeim einnig sem sömdu lög í þjóðlegum, rómantískum stíl eins og tíðkaðist ytra. Þar fór fremstur í flokki Sigfús Einarsson dómorganisti, kórstjóri og annar útgefenda Fjárlaganna svokölluðu, söngvasafns sem speglar einkar vel þá vakningu í söngmennt sem einkenndi aldamótakynslóðina. Lagið Ég á það heima samdi Sigfús við erindi úr ljóðinu Heim eftir skáldkonuna Huldu en það birtist í fyrstu ljóðabók hennar árið 1909. Löngu síðar vann Hulda til verðlauna í samkeppni í tilefni af lýðveldisstofnuninni 1944 fyrir ljóðið Hver á sér fegra föðurland. Emil Thoroddsen samdi við það lag sem hefur æ síðan verið einn vinsælasti ættjarðarsöngur Íslendinga. Mitt er ríkið, sem Emil samdi við ljóð Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds, er minna þekkt en það er óskandi að ný útsetning Huga Guðmundssonar verði til þess að vekja athygli á þessu fallega lagi.
Þeir Jón Ásgeirsson, Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigurbjörnsson fæddust allir í konungsríkinu Íslandi – á því skeiði er Ísland var fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Það var einnig blómaskeið skáldsagnahöfundarins Halldórs Laxness sem á fjórða áratugnum sendi frá sér hvert stórvirkið á fætur öðru, meðal annars Heimsljós, söguna um skáldið Ólaf Kárason. Lögin tvö eftir Jón Ásgeirsson voru samin árið 1981 fyrir Hús skáldsins, leikgerð Sveins Einarssonar upp úr verkinu sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu. Madrigalar Atla Heimis Sveinssonar eru einnig leikhústónlist, samdir fyrir leikrit Odds Björnssonar, Dansleik, en það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í ársbyrjun 1974. Þorkell Sigurbjörnsson var, eins og þeir Jón og Atli Heimir, fjölhæft tónskáld en er ef til vill kunnastur meðal almennings fyrir sálmalög sín sem sum eru meðal ástsælustu tónsmíða íslenskrar tónlistarsögu. Til þín drottinn hnatta og heima, samið við kvæði læknisins Páls Kolka, er prýðisdæmi um tök Þorkels á forminu.
Síðasti hluti efnisskrárinnar er helgaður verkum tónskálda sem fædd eru á lýðveldistímanum. Þau Bára Grímsdóttir, Snorri Sigfús Birgisson og Árni Harðarson velja sér (mis)fornan kveðskap til þess að tónsetja. Þýður þrískiptur danstaktur ræður ríkjum í Maríubæn Báru en taktskipti setja á hinn bóginn skemmtilegan svip á Afmorsvísu Snorra Sigfúsar og Árni býr íslensku þjóðlagi sömuleiðis hressilegan búning. Þóra Marteinsdóttir á hér einkar fallega bæn og það er ósvikin sumarbirta í tónsmíðum Hildigunnar Rúnarsdóttur.
Yfirskrift tónleikanna er sótt til Sumarkveðju Austfirðinganna Páls Ólafssonar og Inga T. Lárussonar. Segja má að hún sé hér eins konar músíkölsk kveðja frá Austurlandi til dala Borgarfjarðar og er það vel við hæfi í upphafi efnisskrár sem ætlað er að fagna aldarafmæli fullveldis Íslands.
– Svanhildur Óskarsdóttir
Laugardagur 28. júlí kl. 20
Mozart og Bartók – Kammertónleikar
Kammersveit Reykholtshátíðar
Tvö ólík tónskáld mætast á þriðju tónleikum Reykholtshátíðar. Frá Mozart heyrum við tvö yndisleg kammerverk, annar vegar dúó fyrir fiðlu og lágfiðlu í G-dúr og hins vegar flautukvartettinn í C-dúr með lýkur á einkar skemmtilegum tilbrigðakafla.
Eftir hlé er komið að æskuverki eftir ungverska tónskáldið Béla Bartók, píanókvintettnum í C-dúr sem hann samdi aðeins 23 ára að aldri. Bartók dró verkið til baka fljótlega eftir að það var frumflutt, enda sækir verkið tónmál sitt meira til síðrómantíkur 19. aldar en þess stíls sem Bartók átti síðar eftir að tileinka sér. Verkið hefur þó síðari árum heyrst oftar en verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi á Reykholtshátíð í sumar.
E F N I S S K R Á
W.A. Mozart (1756-1791) Dúó fyrir fiðlu og lágfiðlu í G-dúr K. 423
Allegro
Adagio
Rondeau. Allegro
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
W.A. Mozart Flautukvartett nr. 3 í C-dúr, K.285b
Allegro
Andantino, tema og tilbrigði
Berglind Stefánsdóttir, flauta
Pétur Björnsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
H L É
Béla Bartók (1881-1945) Píanókvintett í C-dúr
Andante
Vivace (scherzando)
Adagio
Poco a poco più vivace
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Pétur Björnsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Ef marka má samtímaheimidir var W.A. Mozart (1756-1791) ekki mikill aðdáandi þverflautunnar, eins og hann lýsir m.a. í bréfi til föður síns frá árinu 1778. Í seinni tíð hefur þó verið dregið í efa hversu mikil alvara lá að baki skrifum Mozart, m.a. í ljósi þess að hann var á þessum tíma kominn langt á eftir áætlun með að semja sett af flautukvartettum sem C-dúr kvartettinn tilheyrir. Hvað sem öllu líður að þá skrifaði Mozart m.a. 2 einleikskonserta og 4 kvartetta fyrir flautuna. Þessi verk eru hvert öðru betur skrifuð og sýna snilli Mozart í að nýta eiginleika hljóðfærisins með ólíkum hjóðfærasamsetningum.
Flautukvartettinn í C-dúr K. 285b fyrir flautu, fiðlu, lágfiðlu og selló er saminn veturinn 1777-78 og er úr fyrrnefndu setti þriggja kvartetta. Hann var saminn á tiltölulega stuttum tíma og er í tveimur köflum – Allegro og svo Andantino með þema og 6 tilbrigðum.
Mozart snéri í heimsókn til Salzburg árið 1783 eftir að hafa sagt upp störfum þar 1781 og flutt til Vínar. Við komuna til Salzurg frétti Mozart að vin hans, tónskáldið Michael Haydn (yngri bróðir Joseph Haydn), vantaði tvo dúetta upp á til að geta klárað pöntun upp á samtals sex dúetta fyrir fiðlu og lágfiðlu fyrir hans gamla vinnuveitenda í Salzburg, erkibiskupinn Hieronymus Colloredo. Haydn hafði ekki getað klárað pöntunina vegna veikinda og ákvað Mozart að hlaupa undir bagga og lét Haydn fá 2 dúetta sem hann mætti nota í sínu nafni. Fór svo að lokum að af þessum 6 dúettum urðu þeir 2 sem Mozart skrifaði langvinsælastir. Ritháttur Mozart var um margt frábrugðinn því sem venjan var á þessum tíma, einkum sú staðreynd að lágfiðlan var meðhöndluð sem jafningi fiðlunnar, en þurfti ekki eingöngu að láta sér lynda undirleikshlutverk eins og hefð var fyrir.
Ungverska tónskáldið Béla Bartók (1881-1945) samdi Píanókvintettinn í C-dúr á árunum 1903-1904 og var hann frumfluttur í Vín 21. nóvember 1904. Viðtökur við kvintettnum voru ekki mjög góðar og þótti hann nokkuð tyrfinn, sérstaklega fyrir flytjendur að setja saman. Á næstu árum var kvinettinn fluttur nokkrum sinnum og endurskoðaði Bartók hann m.a. árið 1920. Fór þó svo að lokum að árið 1921 dró Bartók verkið til baka. Ástæðar þessar hafa m.a. verið taldar að kvinettinn var þá byrjaður að njóta nokkrar velgengni, í rauninni meiri velgengni en nýrri verk Bartók og þótti tónskáldinu það miður, enda tónmál píanókvinettsins meira í anda síðrómantíkur 19. aldar en þess tónmáls sem Bartók var þá byrjaður að þróa með sér. Lengi vel var talið að Bartók hefði eyðilagt handritið að píanókvintettnum en það fannst svo árið 1963. Kvintettinn var í framhaldinu fluttur bæði í New York og Washington. Á seinni árum hefur verkið notið æ meiri athygli og verið flutt víðar, þó svo að það sé ennþá tiltölulega óþekkt miðað við flest önnur verk Bartók. Eftir því sem aðstandendur Reykholtshátíðar komast næst er hér um frumflutning á verkinu að ræða á Íslandi.
– Sigurgeir Agnarsson
Sunnudagur 29. júlí kl. 16
Hátíðartónleikar: Fullveldi í 100 ár
– íslensk kammertónlist frá 1918 til 2018
Kammersveit Reykholtshátíðar ásamt Kristni Sigmundssyni
Kynnir Guðni Tómasson
Á lokatónleikum Reykholtshátíðar verður leikið úrval íslenskra kammerverka frá fullveldisárinu 1918 og fram á okkar dag. Á tónleikunum endurspeglast sú ótrúlega þróun sem hefur átt sér stað í tónlistarlífi og tónsköpun Íslendinga síðustu 100 árin. Við upphaf fullveldis voru Íslendingar nær eingöngu að semja tónlist í anda síðrómantíkur fyrir samlanda sína. Eitt hundrað árum síðar hafa íslensk tónskáld brotið niður alla múra og semja tónlist af ýmsum toga sem er flutt bæði hér heima og erlendis. Á þessum tónleikum munu hljóma verk eftir m.a. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Leifs, Jórunni Viðar, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Hauk Tómasson, Þórð Magnússon og Önnu Þorvaldsdóttur.
Guðni Tómasson útvarpsmaður verður kynnir tónleikanna og mun leiða áheyrendur í gegnum söguna þessi hundrað ár sem liðin eru frá því að Ísland varð fullvalda ríki.
Tónleikarnir eru liður í afmælisdagskrá vegna 100 ára fullveldis Íslands.
E F N I S S K R Á
Árni Thorsteinson Nótt (1902)
(1870-1962) Magnús Gíslason (1881-1969)
Kristinn Sigmundsson, bassi
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Sveinbjörn Sveinbjörnsson Romanza í As-dúr (1920)
(1847-1927)
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Jón Leifs Tvö sönglög op. 14a (1929-30)
(1899-1968) Jóhann Jónsson (1896-1932)
Máninn líður
Vögguvísa
Kristinn Sigmundsson, bassi
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Jón Nordal Systur í Garðshorni (1944)
(1926)
Ása – Signý – Helga
Þrjú smálög fyrir fiðlu og píanó
Pétur Björnsson, fiðla
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Jórunn Viðar Tilbrigði um íslenskt þjóðlag (1964)
(1918-2017)
Sigurgeir Agnarsson, selló
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Anna Þorvaldsdóttir Spectra (2017)
(1977) Frumflutningur á Íslandi
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
H L É
Atli Heimir Sveinsson Intermezzo (1970)
(1938) Úr Dimmalimm
Úts. Þórður Magnússon
Berglind Stefánsdóttir, flauta
Pétur Björnsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Jón Ásgeirsson Kvartett (1975/99)
(1928)
I. Basse-dans
II. Krummi svaf
IV. Vatnsenda-Rósa
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Pétur Björnsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson
Þorkell Sigurbjörnsson Columbine (1982)
(1938)
II. Tempo di siciliano
Berglind Stefánsdóttir, flauta
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Pétur Björnsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Sveinn Lúðvík Björnsson Tveir (1992)
(1962)
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Haukur Tómasson Langur skuggi (1998)
(1960)
I. Semplice, transparente
II. Arcaico, ritmico
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Pétur Björnsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Páll Pampichler Pálsson Notturno III (1999)
(1928)
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Sigurður Ingvi Snorrason, klarinetta
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Þórður Magnússon Gylfaginning (2005/2018)
(1973) Snorri Sturluson (1179-1241)
Ný útgáfa fyrir bassa og kammersveit frumflutt
I. Sköpun heimsins
II. Heimsósómi
III. Upprisa
Kristinn Sigmundsson, bassi
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Pétur Björnsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Berglind Stefánsdóttir, flauta
Sigurður Ingvi Snorrason, bassethorn
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó