REYKHOLT CHAMBER MUSIC FESTIVAL  //  JULY 26 – 28 2019

Viltu kynna þér tónlistina?

Margir vilja kynna sér fyrirfram tónlistina sem leikin verður og sungin á Reykholtshátíð 2019.
Til hægðarauka höfum við tekið saman spilunarlistar á Spotify sem gefa góða yfirsýn yfir dagskrá tónleikanna. Undantekningin eru tónleikar Vox feminae en kórinn mun flytja íslenska efnisskrá sem samsett er af mörgum lögum og útsetningum sem ekki hafa komið út í hljóðriti áður. Kórinn hefur hins vegar gefið út nokkra geisladiska og bendum við sérstaklega á geisladisk kórsins, Mamma geymir gullin þín, sem inniheldur íslensk þjóðlög.

FACEBOOK

TILNEFNING TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA

Reykholtshátíð 2018 hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Tónlistarhátíð ársins í sígildri- og samtímatónlist. Í umsögn dómnefndar segir:

 

„Metnaðarfull tónlistarhátíð á sögufrægum slóðum og fögrum stað með sterkan listrænan fókus. Þar mætast fyrirtaks tónlistarflutningur og jafnvægi milli erlendra sígildra verka og íslenskra tónverka sem sjaldan hafa verið flutt hér á landi. Heildstætt faglegt yfirbragð á hátíð sem vaxið hefur ásmegin með ári hverju að undanförnu.“

 

Fylgist með heimasíðu og samfélagsmiðlum Reykholtshátíðar til að fá upplýsingar um næstu hátíð.
 

INSTAGRAM

FYLGSTU MEÐ OKKUR 
  • Facebook B&W
  • White Instagram Icon