top of page

Gunnhildur Daðadóttir

Gunnhildur Daðadóttir hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur. Eftir útskrift frá LHÍ hjá Guðnýju Guðmundsdóttur stundaði Gunnhildur framhaldsnám við Listaháskólann í Lahti í Finnlandi og háskólana í Illinois og Michigan og lauk mastersprófi. Hennar aðalkennarar voru Sigurbjörn Bernharðsson og Aaron Berofsky. Gunnhildur var sigurvegari í Paul Rolland fiðlukeppninni í Illinois árið 2008 og hefur hlotið fjölda styrkja til náms. Gunnhildur er fastráðinn fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, leikur reglulega með Barokkbandinu Brák, Kammersveit Reykjavíkur, Hljómsveit Íslensku Óperunnar og SinfoniaNord.

thumbnail_Gunnhildur-mynd2016.jpg
bottom of page