Ari Vilhjálmsson

Ari Þór Vilhjálmsson er leiðari 2. fiðlu Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki. Um árabil starfaði hann innan vébanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands en nú hefur hann starfað í Finnlandi í tæp tvö ár. Hann hefur einnig spilað sem gesta-konsertmeistari með Konunglegu Fílharmóníusveitinni í Stokkhólmi og Orchestre National du Capitole de Toulouse í Frakklandi.

Ari Þór lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árði 2001 og stundaði frekara nám í Bandaríkjunum, m.a. við New England Conservatory of Music og Northwestern University. Helstu kennarar hans voru Guðný Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Bernharðsson, Rachel Barton Pine, og hjónin Almita og Roland Vamos.

Ari kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík á árunum 2008–2014. Hann er framkvæmdastjóri Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu.

FYLGSTU MEÐ OKKUR 
  • Facebook B&W
  • White Instagram Icon