top of page

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir er fædd árið 1996. Hún hóf fiðlunám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar 5 ára gömul, en þar stundaði hún einnig söngnám hjá Birnu Þorsteinsdóttur og Theodóru Þorsteinsdóttur. Haustið 2012 hóf Hanna nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Kristni Erni Kristinssyni. Vorið 2016 hlaut Hanna styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar til náms í Söngskólanum, þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2017. Í febrúar 2021 hlaut Hanna styrk úr minningarsjóði Heimis Klemenzsonar. Hanna lauk bakkalárprófi í júlí 2022 frá Tónlistarháskólanum í Leipzig undir leiðsögn Prof. Carola Guber. Hanna hefur tekið þátt í fjölda uppsetninga og tónleika innanlands sem og á meginlandi Evrópu, og var t.a.m í starfsnámi í óperuleikstjórn í febrúar 2022 undir leiðsögn leikstjórans Susanne Knapp og fékk tækifæri til að syngja hlutverk Norinu í Don Pasquale. Hún var einn sigurvegara keppninnar Ungir Einleikarar á vegum LHÍ og SÍ og söng einsöng á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí 2022.

C686E96D-CE26-41B4-96D7-EABFEACDED2A.jpeg
bottom of page