top of page

Hljómeyki

Hljómeyki var stofnað árið 1974. Sönghópurinn hefur frá upphafi verið í fremstu röð íslenskra kóra og tekist á við afar fjölbreytt verkefni, allt frá kórmúsík endurreisnarinnar til rokktónlistar. Árið 1986 tók Hljómeyki upp samvinnu við Sumartónleika í Skálholti sem stóð í þrjá áratugi og frumflutti hópurinn á þeim tíma tugi verka eftir mörg helstu tónskáld landsins. Kórinn tekur iðulega þátt í öðrum hátíðum sem helgaðar eru nýrri tónlist og hann hefur undanfarin ár átt farsælt samstarf við Listaháskóla Íslands um flutning á verkum útskriftarnemenda. Þá hefur Hljómeyki gefið út sex geisladiska með verkum eftir íslensk tónskáld, þau Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur, Jón Nordal og Sigurð Sævarsson.

 

Hljómeyki hefur tekið þátt í flutningi á óperunum Dídó og Eneas eftir Purcell, Orfeus og Evridís eftir Gluck, Orfeo eftir Monteverdi, La Clemenza di Tito eftir Mozart, Carmen eftir Bizet og Porgy og Bess eftir Gershwin. Síðastnefndu verkin söng kórinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands en Hljómeyki hefur komið reglulega fram með hljómsveitinni á undanförnum árum, síðast á tónleikunum Klassíkin okkar, haustið 2019. Þá hefur kórinn komið fram með hljómsveitunum Todmobile, Sólstöfum, Dimmu, Skálmöld og Dúndurfréttum.

 

Hljómeyki hefur frumflutt nokkur stór verk hér á landi, til dæmis Náttsöngva Rakhmanínovs, Kórkonsert Schnittkes, Púshkínsveig Svírídovog Path of Miracles eftir Joby Talbot sem kórinn flutti nú síðast á tónleikum í Kristskirkju í upphafi ársins 2020.

 


Erla Rut Káradóttir, stjórnandi

Stjórnandi Hljómeykis er Erla Rut Káradóttir. Erla stundaði nám í söng og píanóleik frá unga aldri og síðar orgelleik. Hún lauk kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2015 og BA-gráðu í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 þar sem eitt af aðalfögum hennar var kórstjórn. Kennarar hennar í kórstjórn voru m.a. Magnús Ragnarsson og Hörður Áskelsson. Hún hefur fjölbreytta reynslu af kórastarfi, bæði hefur hún sjálf sungið í kórum og sem stjórnandi og meðleikari. Auk þess hefur hún lokið BA-gráðu í mannfræði. Hún er organisti í Tjarnaprestakalli í Hafnarfirði og Vatnsleysuströnd.

Hljómeyki_vor23_lit_edited.jpg

Hljómeyki á Reykholtshátíð 2023

Aðalheiður Ólafsdóttir

Arnaldur Ingi Jónsson

Ari Hálfdán Aðalgeirsson

Björn Bjarnsteinsson

Bryndís Bergþórsdóttir

Brynhildur Auðbjargardóttir

Drífa Örvarsdóttir

Eðvarð Egilsson

Egill Gunnarsson

Eygló Höskuldsdóttir Viborg

Eygló Rúnarsdóttir

Finnur Jónsbur

Freyja Jónsdóttir

Gunnar Guðnason

Gunnar Thor Örnólfsson

Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jónína Guðrún Kristinsdóttir

Magnús Már Björnsson

Svanhildur Óskarsdóttir

Úlfur Sveinbjarnarson

Unnur Sigurðardóttir

Þorbjörn Rúnarsson

bottom of page