top of page

Sigurbjörn Bernharðsson

Sigurbjörn nam fiðluleik hjá Guðnýju Guðmundsdóttur, Roland og Almitu Vamos, Matias Tacke og Shmuel Ashkenasi. Hann var meðlimur í Pacifica strengjakvartettinum og spilaði um 90-100 tónleika árlega í mörgum af helstu tónleikasölum heims m.a. Wigmore Hall, Wiener Konzerthaus, Concertgebouw í Amsterdam, Alice Tully Hall, Carnegie Hall í New York og Suntory Hall í Tókíó. Sigurbjörn hefur komið fram á mörgum af helstu  tónlistarhátíðum heims m.a. Edinborgarhátíðinni, Ravinia, Aspen Music Festival og Music@menlo. Sigurbjörn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum og með Pacifica kvartettinum, m.a. Grammy-verðlaunin, Musical America Ensemble of the Year og The Avery Fisher Career styrkinn. Sigurbjörn hefur hljóðritað 16 geisladiska, núna síðast verk fyrir fiðlu og píanó eftir Franz Schubert. Hann hefur starfað og komið fam á tónleikum ásamt því að hljóðrita með listafólki eins og Yo Yo Ma, Lynn Harell, Menahem Pressler, Leon Fleicher ,Jörg Widman, Emerson kvartettinum og meðlimum í Guarneri og Cleveland String Quartet.

Sigurbjörn hefur starfað sem prófessor í fiðlu og kammertónlist við The Jacobs School of Music við háskólann í Indiana, háskólann í Illinois og verið staðarlistamaður við Chicago-háskóla.

 

Sigurbjörn heldur reglulega einleikstónleika og kammertónleika ásamt því að halda masterklassa í Bandaríkjunum, Asíu, Evrópu og á Íslandi. Hann er prófessor í fiðluleik í Oberlin Conservatory.

Sibbi mynd.jpeg
bottom of page