top of page

Guðrún Dalía Salómonsdóttir

Guðrún Dalía stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarháskólann í Stuttgart og í París. Hún hefur haldið fjölda tónleika, innanlands sem utan, sem einleikari og í ýmsum hljóðfærahópum og ekki síst sem meðleikari söngvara. Guðrún hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga, þ.á m. 1. verðlaun í píanókeppni EPTA í Salnum. Út hafa komið geisladiskar með leik hennar með sönglögum Jórunnar Viðar og Karls O. Runólfssonar. Guðrún Dalía starfar sem meðleikari við Tónlistarskóla Garðabæjar

GD cv brosandi.jpg
bottom of page