top of page

Domenico Codispoti

Ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti hefur verið rómaður af erlendum gagnrýnendum en hann er einn sigurvegara Ferrol International Piano Competition.  Premio Jaén og nokkurra annarra alþjóðlegra píanókeppna. Hann hefur komið fram með Luzerner Sinfonieorchester, Filarmonica Italiana-hljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveit útvarpsins í Varsjá, Kammersveit Lundúna, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Orquesta Sinfonica de Galicia og öðrum undir stjórn hljómsveitarstjóra á borð við Kirill Karabits, Tomas Koutnik, Darrel Ang, Rumon Gamba, Christopher Warren-Green og Andrzej Straszynsky. Hann hefur leikið inn á sólóplötur fyrir Dynamic (Rachmaninov), Cable Musical (Schumann, Chopin), Odradek Records (Granados, Liszt) og Piano Classics (Franck), sem hlutu lof gagnrýnenda. Hann hefur og hljóðritað fyrir Trio for Brilliant (Cilea) og Naxos (Martucci píanótríó) og hefur komið fram víða með mörgum einleikurum, þar á meðal fiðluleikurunum David Grimal og Sergej Krilov, sellóleikaranum Alban Gerhardt og sópransöngkonunni Francesca Aspromonte.

 

Domenico fæddist í Catanzaro á Suður-Ítalíu árið 1975 og lærði hjá Bruno Mezzena við Accademia Musicale Pescarese í heimalandi sínu og flutti síðar til Bandaríkjanna þar sem hann lauk prófi frá Southern Methodist University í Dallas undir handleiðslu Joaquin Achucarro. Hann er einnig með heiðursskírteini frá Accademia Musicale Chigiana í Siena. Eftir að hafa búið í mörg ár í Dallas, London, Granada, Róm og Madríd býr hann nú í Valencia á Spáni. Hann er nú píanóprófessor við Conservatorio Guido Cantelli í Novara á Ítalíu.

IMG_3196_edited.jpg
bottom of page