top of page

Laugardagur 27. júlí kl. 20

– KAMMERTÓNLEIKAR –

RÉTTTRÚNAÐUR OG RÓMANTÍK

Auður Hafsteinsdóttir, fiðla

Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla

Anna Magdalena den Herder, víóla
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló

Sigurgeir Agnarsson, selló
 

Kynnir er Guðni Tómasson

Laugardagskvöld á Reykholtshátíð býður upp á spennandi efnisskrá af sjaldheyrðum en  frábærum verkum sem eiga það sameiginlegt að vera samin af tónskáldum sem voru mikils metin á sínum tíma en eru e.t.v. ekki ýkja þekkt í dag. Hljóðfæraleikarar á kammertónleikunum eru einvalalið tónlistarmanna, fiðluleikararnir Auður Hafsteinsdóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir og sellóleikararnir Bryndís Halla Gylfadóttir og Sigurgeir Agnarsson. Sérstakur gestur á tónleikunum er hollenski lágfiðluleikarinn Anna Magdalena den Herder sem kemur í ár í fyrsta sinn fram á Reykholtshátíð.

E F N I S S K R Á

Jean-Baptiste Barrière                           Sónata fyrir 2 selló í G-dúr 

(1707-1747)                                                     

Andante

Adagio

Allegro prestissimo

 

Bryndís Halla Gylfadóttir, selló

Sigurgeir Agnarsson, selló

 

Ernst von Dohnányi                                    Serenaða í C-dúr op. 10

(1877-1960)

I.   Marcia - Allegro

II.  Romanza - Adagio non tropppo, quasi andante

III. Scherzo - Vivace

IV. Tema con variazioni - Andante con moto

V.  Rondo - Allegro vivace

 

Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla

Anna Magdalena den Herder, lágfiðla

Sigurgeir Agnarsson, selló

 

HLÉ

 

Anton Arensky                                             Kvartett í a-moll op. 35 

(1861-1906)

I.   Moderato

II.  Tilbrigði við stef eftir Tchaikovsky

III. Finale. Andante sostenuto - Allegro moderato

 

Auður Hafsteinsdóttir, fiðla

Anna Magdalena den Herder, lágfiðla

Bryndís Halla Gylfadóttir, selló

Sigurgeir Agnarsson, selló

Franski sellóleikarinn og tónskáldið Jean-Baptiste Barrière starfaði um margra ára skeið við hirð Loðvíks XV konung Frakklands og var talinn einn mesti sellósnillingur þess tíma. Hann samdi einkum fyrir selló og enn þann dag í dag gerir ritháttur hans miklar tæknilegar kröfur til flytjenda. 

 

Ungverjinn Ernst von Dohnányi var gríðarlega fjölhæfur og áhrifamikill tónlistarmaður í Evrópu og Ameríku á fyrri hluta 20. aldar. Það var fátt sem honum var ekki til lista lagt er varðaði tónlist. Hann var afburða píanóleikari, stjórnandi, tónskáld og kennari. Á seinni árum hefur svo æ betur komið í ljós hvaða þátt hann lék í að aðstoða tónlistarfólk af gyðingaættum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar í Ungverjalandi. 

 

Strengjakvartettinn í a-moll eftir Anton Arensky er tileinkaður minningu Tchaikovsky sem hafði verið vinur og lærifaðir Arensky. Kvartettinn hefur þá sérstöðu að hann er skrifaður fyrir fiðlu, lágfiðlu og tvö selló. Sá aukni dimmi hljómur sem fæst með notkun tveggja sellóa er mjög einkennandi fyrir verkið en verkið vitnar bæði í sálmalag úr rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, tónsmíðar Tchaikovsky og rússneskt þjóðlag sem m.a. Mussorgsky og Beethoven notuðu í tónsmíðum sínum. 

 

Tónlistarsagan er rík af verkum á borð við þau sem við flutt verða á þessum tónleikum – og tónskáldum sem hafa fallið í gleymskunnar dá. Við vonumst til að áheyrendur hrífist með okkur af áður óþekktum tónsmíðum og sögunum sem tengjast þeim.

bottom of page