Listrænir stjórnendur
Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson eru listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum tónlistarhópum og á ýmsum tónlistarhátíðum – meðal annars margsinnis á Reykholtshátíð. Þau eru bæði fastráðnir hljóðfæraleikarar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Þórunn leiðir einnig víóludeild hljómsveitarinnar og eru einnig stofnfélagar og leika með Strokkvartettinum Sigga. Þau starfa jafnframt við hljóðfærakennslu – Sigurður Bjarki hjá Listaháskóla Íslands en Þórunn bæði hjá Menntaskóla í tónlist og Listaháskóla Íslands.
Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Þórunn Ósk Marínósdóttir.
Listrænir stjórnendur
frá upphafi
Frá 2020: Þórunn Ósk Marínósdóttir og
Sigurður Bjarki Gunnarsson
2014–2020: Sigurgeir Agnarsson
2012–2014: Auður Hafsteinsdóttir
1997–2012: Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Þórunn Ósk og Sigurður Bjarki
ásamt Georgi Magnússyni hljóðmeistara á Reykholtshátíð 2017. (Ljósm. VGH)