top of page

Listrænir stjórnendur

Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson eru listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum tónlistarhópum og á ýmsum tónlistarhátíðum – meðal annars margsinnis á Reykholtshátíð. Þau eru bæði fastráðnir hljóðfæraleikarar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Þórunn leiðir einnig víóludeild hljómsveitarinnar og eru einnig stofnfélagar og leika með Strokkvartettinum Sigga. Þau starfa jafnframt við hljóðfærakennslu – Sigurður Bjarki hjá Listaháskóla Íslands en Þórunn bæði hjá Menntaskóla í tónlist og Listaháskóla Íslands.
 

IMG_6083.JPG

Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Þórunn Ósk Marínósdóttir.

Listrænir stjórnendur
frá upphafi

Frá 2020: Þórunn Ósk Marínósdóttir og

Sigurður Bjarki Gunnarsson

2014–2020: Sigurgeir Agnarsson

2012–2014: Auður Hafsteinsdóttir

1997–2012: Steinunn Birna Ragnarsdóttir

IMG_3113_edited.jpg

Þórunn Ósk og Sigurður Bjarki

ásamt Georgi Magnússyni hljóðmeistara á Reykholtshátíð 2017. (Ljósm. VGH)

bottom of page