Sunnudagur 28. júlí kl. 16
LOKATÓNLEIKAR REYKHOLTSHÁTÍÐAR
HEIMSKRINGLUR OG HETJUDÁÐ
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran
Guja Sandholt, mezzó-sópran
Oddur Arnþór Jónsson, barítón
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Anna Magdalena den Herder, víóla
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
Sigurgeir Agnarsson, selló
Kynnir er Guðni Tómasson
E F N I S S K R Á
Johannes Brahms Píanókvintett í f-moll op. 34
(1833-1897)
Allegro non troppo
Andante, un poco Adagio
Scherzo. Allegro
Finale. Poco sostenuto
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Anna Magdalena den Herder, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
HLÉ
Judith Weir (1954) Saga Haralds konungs harðráða (King Harald’s Saga)
Örópera byggð á Haralds sögu Sigurðssonar úr Heimskringlu
Guja Sandholt, sópran
Leikstjóri: Árni Kristjánsson
Tryggvi M. Baldvinsson (1965) Heimskringla
Þórarinn Eldjárn (1949)
Fingurbjörg
Hvar ertu?
Vont og gott
Véný séní
Völuspá
Grýla og Leppalúði
Öfugumeginframúrstefna
Stólar
Heimskringla
Korr í ró
Kata er best
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran
Oddur Arnþór Jónsson, barítón
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
Það kennir ýmissa grasa á lokatónleikum Reykholtshátíðar. Tónleikarnir hefjast á að hljóðfæraleikarar Reykholtshátíðar flytja hinn stórkostlega Píanókvintett í f-moll eftir Johannes Brahms, en verkið er eitt helsta kammerverk þessa þýska tónjöfurs.
Eftir hlé fá áheyrendur að heyra sögu Haralds konungs harðráða í öróperunni King Harald’s Saga eftir enska tónskáldið Judith Weir. Texti óperunnar er unninn upp úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar og því hvergi betur við hæfi að hlýða á þetta verk en í Reykholti þar sem Snorri bjó um árabil. Verkið, sem er einungis um 10 mínútur að lengd, er væntanlega stysta ópera sem hefur verið skrifuð, en er engu að síður í þremur þáttum og með sérstöku niðurlagi þar að auki.
Ljóðaflokkurinn Heimskringla eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns úr samnefndri ljóðabók slær botninn í Reykholtshátíð 2019. Tryggvi samdi þennan bálk á árunum 1995 til 2005 eftir að hafa heillast af ljóðum Þórarins og þeim húmor og hnyttni sem er að finna í þeim. Tryggvi bregður fyrir sig ýmsum stílbrögðum til að undirstrika innihald textans, við fáum m.a. að heyra leiftrandi tangó, sálmalög og ýmislegt fleira. Tónlist Tryggva fellur meistaralega vel að glettnum ljóðum Þórarins svo nokkuð er víst að tónleikagestir munu ganga út með bros á vör.
Útsetningin sem verður flutt á þessum tónleikum af Heimskringlu var sérstaklega gerð fyrir þetta tilefni. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari annast hljóðfæraleik en söngvarar eru Oddur Arnþór Jónsson barítón og Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran.