top of page

Mick Stirling

Mick Stirling lagði stund á sellónám við Guildhall School of Music þar sem Leonard Stehn og Raphael Wallfisch voru kennarar hans. Hann hélt til frekara náms við Banff Centre í Kanada og síðar hjá Laurence Lesser við New England Conservatory í Boston, Bandarkjunum. Aðrir lærifeður hans voru David Takeno, Hans Keller, Louis Krasner, Eugene Lehner, Colin Carr og Bernard Greenhouse. Mick var sellóleikari í Ensemble Modern í Frankfurt á árunum 1989 til 1997. Hann var einnig meðlimur í strengjasextettinum Raphael Ensemble í London um átta ára skeið og lék inn á fjölmarga geisladiska hjá Hyperion útgáfunni. Árið 1997 gekk hann til liðs við Brindisi kvartettinn í London og starfaði þar næstu níu árin. Á þessum tíma lék hann með mörgum kammerhópum og sem leiðari sellódeilda hljómsveita, t.d. Philharmonia Orchestra, London Symphony Orchestra, Royal Philharmonic Orchestra, London Philharmonic Orchestra, English Chamber Orchestra og The Scottish Chamber Orchestra. Mick flutti til Amsterdam árið 2004 og tók við stöðu leiðara sellódeildar Radio Philharmonic Orchestra í Hollandi. Hann kom einnig fram með Chamber Orchestra of Europe um margra ára skeið. Mick er meðlimur í Nieuw Amsterdams Peil (NAP), Brunsvig strengjatríóinu. Hann lék sellókonsert Hindemith (Kammermusik no. 3) inn á hljóðritun með Marcus Stenz og Ensemble Modern og hlaut hljóðritunin gagnrýnendaverðlaun Þýskalands fyrir. Mick hefur starfað sem prófessor við Konservatoríiið í Amsterdam síðan 2014.

Stirling Mick.JPG
bottom of page