Laugardagur 28. júlí kl. 16
Ó, LJÚFA SÓL
VOX FEMINAE FLYTUR ÍSLENSK KÓRLÖG
STJÓRNANDI: HRAFNHILDUR ÁRNADÓTTIR HAFSTAÐ
Veröld fláa sýnir sig Íslenskt þjóðlag
Úts. Jón Ásgeirsson
Hugsa ég það hvern einn dag Íslenskt þjóðlag
Úts. Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir
Land míns föður Þórarinn Guðmundsson / Jóhannes úr Kötlum
Afmælisdiktur Atli Heimir Sveinsson / Þórbergur Þórðarson
Úts. Marteinn H Friðriksson
Ave Maris Stella Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir
Nú vil ég enn í nafni þínu Íslenskt þjóðlag / Hallgrímur Pétursson
Úts. Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
Lysthúskvæði Íslenskt þjóðlag
Úts. Róbert A. Ottósson
Litla skáld Ingi T. Lárusson / Þorsteinn Erlingsson
Úts. Snorri Sigfús Birgisson
Móðir mín í kví kví Íslenskt þjóðlag
Úts. Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
Vísur Vatnsenda-Rósu Íslenskt þjóðlag – Jón Ásgeirsson / Rósa Guðmundsdóttir
Erla góða Erla Pétur Sigurðsson / Stefán frá Hvítadal
Úts. Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
Af ást og öllu hjarta Íslenskt þjóðlag
Úts. Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir
Kveld við Breiðafjörð Snorri Sigfús Birgisson / Steinn Steinarr
Kvöldvers Tryggvi M. Baldvinsson / Hallgrímur Pétursson
Esurientes Hildigunnur Rúnarsdóttir
Úr Magnificat
Grafskrift Íslenskt þjóðlag
Úts. Hjálmar H. Ragnarsson
Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 og hefur lengi talist í flokki bestu kvennakóra landsins. Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins, en jafnframt hefur kórinn lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld. Kórinn flytur hér íslenska efnisskrá, bæði frumsamin lög og þjóðlög – mörg hver í nýjum útsetningum samtímatónskálda. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ó, ljúfa sól en á efnisskrá eru verk eftir mörg okkar þekktustu tónskáld eins og Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Snorra Sigfús Birgisson og Hildigunni Rúnarsdóttur.