top of page

Ásdís Valdimarsdóttir

Ásdís Valdimarsdóttir fæddist í Reykjavík en fór snemma til náms við Julliard tónlistarskólann í New York. Hún flutti seinna til Þýskalands en býr nú í Amsterdam þar sem hún starfar við kennslu samhliða tónlistarflutningi – þá aðallega flutning á kammertónlist.

 

Hún stofnaði ásamt fleirum Miami strengjakvartettinn og var leiðari í vióludeild Deutsche Kammerphilharmonie í Bremen ásamt því að leika í mörg ár með Chilingirian strengjakvartettinum. Hún er meðlimur í Brunsvik strengjatríóinu, Erard Ensemble og Endymion Ensemble í London.

Ásdís hefur snúið sér æ meira að kennslu síðustu ár og hefur kennt við Trinity College of Music, The Royal College of Music í London og The Royal Northern College of Music í Manchester. Hún er prófessor við Konunglega konservatoríið í Haag og frá árinu 2005 hefur hún verið prófessor í víóluleik við International Masterclass í Apeldoorn.

Ásdís leggur áherslu á rétta líkamsbeitingu til áhrifaríkari víóluleiks. Hún er þjálfuð í Alexander-tækni og „Body Mapping“ og iðkar jóga og hugleiðslu.

Publicity_photo_Ásdís_.jpeg
bottom of page