top of page

Ari Þór Vilhjálmsson

Ari Þór Vilhjálmsson býr í Tel Aviv og starfar sem leiðari 2. fiðlu í Israel Philharmonic Orchestra. Hann var áður í sama starfi hjá Fílharmóníu- sveitinni í Helsinki. Ari fæddist í Reykjavík árið 1981 og starfaði um árabil við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur einnig verið gestakonsertmeistari hljómsveita í Toulouse og Stokkhólmi.

Ari kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 2008-2014 og margir fyrrverandi nemenda hans stunda nú nám við tónlistarháskóla erlendis. Hann kennir hljómsveitarpartaáfanga við Tel Aviv University og vinnur reglulega með nemendum á Íslandi, í Finnlandi og Ísrael. Meðal kennara hans voru Mary Campbell, Guðný Guðmundsdóttir, Rachel Barton Pine, Sigurbjörn Bernharðsson og hjónin Almita og Roland Vamos.

_Z6A24415.jpg
bottom of page