top of page

Nína Margrét Grímsdóttir

Nína Margrét Grímsdóttir er í fremstu röð klassískra píanóleikara landsins. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, LGSM prófi frá Guildhall School of Music and Drama, meistaraprófi frá City University í London, Professional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York og doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York. Hún hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari með hljómsveitum og í kammertónlist. Hún hefur hljóðritað fimm geisladiska fyrir Naxos, BIS, Acte Préalable og Skref sem allir hafa hlotið frábæra dóma í Gramophone Awards Issue, BBC Music Magazine, Glasgow Herald, Crescendo-Magazine, Xi ́an Evening News og High Fidelity.

NinaMargret.jpg
bottom of page