Anton Miller og Rita Porfiris
Anton Miller hefur víða komið fram sem einleikari, kammermúsíkant og kennari. Síðan Anton debúteraði í Carnegie Hall hefur hann flutt fleiri en fimmtíu fiðlukonserta í fjórum heimsálfum og gefið út ótal upptökur. Auk þess að vera helmingur Miller-Porfiris dúósins er Anton meðlimur í QuartetES og prófessor í fiðluleik við The Hartt School í Connecticut.
Rita Porfiris kemur reglulega fram alþjóðlega sem einleikari, kammermúsíkant og hljómsveitarspilari. Hún hefur unnið austurrísku Prix Mercure verðlaunin auk verðlauna í Fischoff kammermúsíkkeppninni og Primrose víólukeppninni. Rita er fyrrverandi meðlimur í Sinfóníuhljómsveitinni í Houston en var einnig leiðari víóludeildarinnar í Sinfóníuhljómsveitinni í Indianapolis. Rita er prófessor í víóluleik og yfirmaður kammermúsídeildar við The Hartt School í Connecticut auk þess að vera helmingur Miller-Porfiris dúósins og meðlimur í QuartetES.