top of page
Laura Liu
Laura Liu hefur verið fastráðinn fiðluleikari í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2017. Laura hefur einnig komið fram með Caput-hópnum, Kúbus, hljómsveit Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveit norðurlands og Elju.
Laura lauk Bachelor-prófi frá New England Conservatory í Boston undir handleiðslu Miriam Fried og Masters-prófi frá Rice University í Houston undir handleiðslu Cho-Liang Lin. Laura hefur komið fram sem einleikari með Meadows Symphony, Bejing Symphony Orchestra, Plano Symphony Orchestra, San Angelo Symphony, Lewisville Lake Symphony og Las Vegas Philharmonic.
bottom of page