top of page

Laura Liu

Laura Liu hefur verið fastráðinn fiðluleikari í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2017. Laura hefur einnig komið fram með Caput-hópnum, Kúbus, hljómsveit Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveit norðurlands og Elju.

Laura lauk Bachelor-prófi frá New England Conservatory í Boston undir handleiðslu Miriam Fried og Masters-prófi frá Rice University í Houston undir handleiðslu Cho-Liang Lin. Laura hefur komið fram sem einleikari með Meadows Symphony, Bejing Symphony Orchestra, Plano Symphony Orchestra, San Angelo Symphony, Lewisville Lake Symphony og Las Vegas Philharmonic.

 

Laura Liu kroppuð.jpeg
bottom of page