top of page
REYKHOLT CHAMBER MUSIC FESTIVAL  //  JULY 24 – 26 2020

HÁTÍÐARPASSI

Verð: 10.500 kr.

1600x500-100.jpg

Hátíðarpassi veitir aðgang að öllum fernum tónleikum hátíðarinnar.

Með hátíðarpassa færðu fjóra miða á verði þriggja.

FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ, KL. 20 – OPNUNARTÓNLEIKAR

Verð: 3.500 kr.

1600x500fedgakonsert-100.jpg

Opnunartónleikar Reykholtshátíðar verða föstudagskvöldið 24. júlí kl. 20 og bera yfirskriftina Feðgakonsert en tveir fremstu söngvarar landsins, feðgarnir Kristinn Sigmundsson og Jóhann Kristinsson koma þá í fyrsta sinn fram saman á tónleikum. Þeir munu, ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara, flytja þýsk sönglög eftir Beethoven, Strauss, Schubert og Schumann og einnig aríur og dúett úr óperunni Don Carlo eftir Giuseppe Verdi. Guðni Tómasson listsagnfræðingur og útvarpsmaður mun annast kynningar á tónleikunum. 

LAUGARDAGUR  25. JÚLÍ, KL. 16

Verð: 3.500 kr.

1600x500korkonsert-100.jpg

Laugardaginn 28. júlí kl. 16 verða kórtónleikar með Söngflokknum Hljómeyki. Efnisskráin er byggð upp af íðilfögrum íslenskum kórlögum eftir mörg okkar þekktustu tónskáld, m.a. Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur, Jórunni Viðar, Huga Guðmundsson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Hljómeyki var stofnað árið 1974 og haslaði sér snemma völl sem einn af bestu kammerkórum landsins. Stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson. 

LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ , KL. 20

Verð: 3.500 kr.

1600x500kammerkonsert-100.jpg

Laugardagskvöld á Reykholtshátíð býður upp á spennandi efnisskrá með sannkölluðum gimsteinum eftir Frank Bridge,  W. A. Mozart, Sergei Rachmaninoff og Ludwig van Beethoven. Hljóðfæraleikarar á kammertónleikunum eru einvalalið tónlistarmanna, fiðluleikararnir Auður Hafsteinsdóttir og Pétur Björnsson, víóluleikararnir Þórunn Ósk Marínósdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir, Berglind Stefánsdóttir flautuleikari og sellóleikararnir Mick Stirling og Sigurgeir Agnarsson, sem einnig er listrænn stjórnandi hátíðarinnar.  Guðni Tómasson listsagnfræðingur og útvarpsmaður mun annast kynningar á tónleikunum.  

SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ, KL. 16

Verð: 3.500 kr.

1600x500lokakonsert-100.jpg

Lokatónleika Reykholtshátíðar má með sanni kalla „grand finale“ þar sem allir listamenn hátíðarinnar koma fram í fjölbreyttum hópum. Tónleikarnir hefjast á stórbrotnum strengjasextett eftir Johannes Brahms en eftir hlé er efnisskráin byggð upp af íslenskum verkum. Lítill kvartett leikur sér eftir Þorkel Sigurbjörnsson er þá fyrstur á efnisskrá en síðan flytur Sigurgeir Agnarsson verk eftir Huga Guðmundsson, Veris, en verkið var samið á síðasta ári og er um Íslandsfrumflutning að ræða. Reykholtshátíð lýkur með því að Jóhann Kristinsson og Kristinn Sigmundsson flytja ásamt hljóðfæraleikurum hátíðarinnar lagaflokkinn Grannmetislög eftir Hauk Tómasson sem hann samdi við ljóð Þórarins Eldjárn. Guðni Tómasson listsagnfræðingur og útvarpsmaður mun annast kynningar á tónleikunum. 

kross.png

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ!
Því miður er ekki hægt að bjóða upp á sérstakt svæði með tveggja metra reglu í Reykholtskirkju.

200 miðar verða seldir á hverja tónleika.

bottom of page